26. ágúst 2011

Godmorgenbrød

Á biðstofuflandri rakst ég á brauðuppskrift sem virtist nægilega auðveld fyrir mig og á prenti leit hún út fyrir að vera ljúffeng. Hvoru tveggja reyndist rétt og ég má til með að deila henni.
Til að einfalda mér að nálgast hana í framtíðinni ætla ég að afrita hana hingað inn og vonandi er ég ekki að brjóta bæði íslensk og dönsk lög með athæfinu.


75 g havregryn
280 g sigtemel
35 g klid
50 g soltørrede tranebær
65 g hakkede mandler med skal
2 tsk. natron
1 tsk. salt
4 dl tykmælk
1 dl syltede tyttebær
1 spsk. smør
3 spsk. sesam
Bland havregryn med sigtemel, klid, tranebær, mandler, natron og salt. Tilsæt tykmælk og tyttebær, og rør dejen godt igennem. Smør en 1½l brødform med smørret, og drys bund og sider med sesam. Hæld dejen i formen og drys resten af sesamfrøene over. Bag brødet ved 200° nederst i ovnen i ca. 1 time, og lad det køle ad under et viskestykke.

Madopskrift: Kristina Marckmann
Íslenska útgáfan 
75 g hafragrjón
280 g hveiti
35 g hveitiklíð
50 g sólþurkuð trönuber (má alveg vera meira)
65 g hakkaðar möndlur með hýði
2 tsk. natron
1 tsk. salt
4 dl súrmjólk (eða AB mjólk)
1 dl sultuð títuber (ég notaði bara sultu frá IKEA í 100 gr. af henni eru 42 gr. sykur og hefði að skaðlausu mátt vera aðeins meira)
1 msk. smjör
3 msk. sesamfræ
Blandið saman hveiti, hveitiklíð, trönuberjum, möndlum, natroni og salti. Bætið súrmjólk og sultuðum títuberjum  í og hrærið vel saman. Smyrjið 1,5 l. brauðform með smjörinu og stráið sesamfræinu í botn og hliðar. Hellið deiginu í formið og stráið því sem eftir er af fræunum yfir deigið. Bakað við 200° neðst í ofni í u.þ.b. 1 klst og kælið siðan undir leirþurku. 




1 ummæli:

elina sagði...

Þakka þér fyrir

Ég er sko alveg tilbúin til að fá uppskriftina svona á silfurfati...