Þýska II er búin og eftir miklar varúðarafskriftir á áætluðum einkunum telst mér til að ég hafi náð prófi. Það hefði verð gaman að geta sagt að ég stefndi á 8 eða 9 en staðreyndir tala sínum máli og staðreyndin er sú að ég lærði bara ekki nógu mikið. Mér finnst nú samt gaman að kunna þetta litla sem ég kann í þýsku og árangur frá 0 punkti í ágúst 2010 til fimmu dagsins í dag er bara töluverður.
Vikan 9. til 13. maí verður tileinkuð þýskunámi frá morgni til kvölds og þeirri viku líkur með verkefnaskilum sem gilda til prófs. Ekkert eiginlegt lokapróf í þeirri lotu.
Ég segi svo öllum að ég verði komin í sumarfrí 13. maí en mér væri öllu nær að kalla það veikindafrí. Frí er það nú samt og ég hlakka til að geta velt mér upp úr veikindunum, uppi í sófa, undir teppi án þess að samviskupúkinn sitji á öxlinni og hvísli, gemacht, aus, bei, mit, noch, seid von zu, gegeruber die, der, du.
Minnir mig á:
Það er best að segja hverja sögu eins og hún gengur
söguna við getum kallað einu sinni var drengur.
Svo ætla ég að tala fram aður en meira er búið
þið eruð sjálfráð börnin mín hvort sögunni þið trúið.
En sönn er hún þó auðvitað því leyft er ekki í lögum
að leggja það í vana sinn að skörkva upp heilum sögum.
(látum þetta gott heita í bili, ég er ekki alveg eins og hann Gunnar litli)
Það er lyfjagjöf í fyrramálið ég velti fyrir mér hljóðbókum –þá þarf ég að taka tölvuna með– prjónum eða orkeringu.
Eftir morgundaginn er ég búin með 3/8. Ég tel aldrei með þetta lyf sem ég fæ næstu10 mánuðina. Það er í flestum tilfellum smámál miðað við hin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli