Það óvenjulega ástand ríkir í sálarlífinu þessa dagana að ég hef litla þörf fyrir að láta móðinn mása, hvorki opinberlega eða ópopnberlega. Samt verð ég hálf fúl þegar aðrir eru jafn lítið fyrir að tjá sig. Ég vil nefnilega geta sest niður við tölvuna og lesið skemmtilega bloggpistla þegar mér dettur það í hug. Jamm, skrítið þetta líf.
Annars einkennist lífið af þýskunámi –ég komst loks upp á lag með að læra en til þess þarf ég að fara að heiman– almennum slappleika og andleysi.
Mér til huggunar les ég ferðasögu
Úzbekistan hópsins sem er út núna og leyfi mér að hlakka til að fara um þær slóðir í haust.
 |
Tekið á Ljósavatni endur fyrir löngu. Sundbolinn á ég enn. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli