Mér fannst kominn tími á að setja upp vorútlit á síðuna og þegar ég sá þann skemmtilega möguleika að setja inn mínar eigin myndir ákvað ég að prófa.
 |
Bakgrunnurinn á að vera þessi mynd sem er tekin af ávaxtatré í Armeníu í maí 2007. Ég vonast eftir svona blómum í Borgarfirðinum eftir nokkur ár. Ég er svo heppin að mákonan fékk áhuga á ávaxtatrjárækt og á sumarbústaðaland. Ég má hjálpa til! |
Þó ég sé búin að eyða of löngum tíma í þetta fikt er árangurinn frekar slakur svo ég sé fram á skemmtilega tíma við að læra betur á þessa tækni. Ég sé að ég þarf að vista myndirnar mínar niður í miklu minni gæði en ég hef gert hingað til. (minni gæði? Nú er ég orðin svo samdauna málfarsbulli og íslensku fákunnáttu blaða og fréttafólks prentmiðlana að ég veit oft ekki hvort ég er bulla sjálf)
Svo væri gott að hafa nokkra mánuði til að fara í gegnum gamla myndasafnið frá ömmu og mömmu og skanna skipulega inn og skrá almennilegar upplýsingar um myndirnar.
Kannski má nota sumarið, varla verð ég í fjallaferðum.
 |
Vorin hafa stundum verið kaldari en í ár. Þessi er tekin 1967, sennilega í apríl. |
 |
Og þessi vorsnjór féll 18.apríl 2011 |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli