Samkvæmt mínu illa færða göngubókhaldi er ég búin að fara í 95 göngutúra á 100 dögum. Þar af tvo í dag. Stearnir náðu loksins að gera mig ofvirka en ég vona bara að ég eigi ekki eftir að liggja í rúminu á morgun, undirlögð af vöðvarverkjum.
Ég myndaði líka vorgróðurinn í Grasagarðinum í dag en á eftir að tæma vélina og rúlla myndunum í gegnum myndvinnsluforritið. Ég er ekki viss um að mér endist kraftur til þess í kvöld, ég á nefnilega eftir að horfa á eins og einn breskan glæpaþátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli