![]() |
Liturinn á sumum lyfjunum er bara þokkalega upplífgandi. Svo fer hann óþynntur út aftur. |
Í dag er ég búin að sitja skjálfandi úr kulda með glamarndir tennur lungan úr morgninum. Það var ekki gott en er gengið yfir, amk í bili.
Við minnstu áreinslu titra lærvöðvarnir eins og símavírar í fimmtán vindstigum. Það er ekki gott.
Ég hef ágætis matarlist í augnablikinu. Allavega súkkulaði- osta- vinberja- og sultulyst. Það er gott.
Mér gengur hægt að troða ofan í mig lasanja ég ætti að vera að borða mér til heilsubótar. Það er ekki gott.
![]() |
Allan laugardaginn var rigning og svarta þoka, en svo stytti upp þegar sólin seig niður á bak við fjöllin. Svo hratt að ég náði varla mynd af þvi. |
Svo ætla ég á saumanámskeiðið mitt í ljósinu eftir göngutúrinn. Ég kem of seint eins og venjulega en ég held að það verið líka gott.
Ég var í sumarbústað um helgina og varð lítið vör við kosningaheiftina sem hefur einkennt allar netumræður undanfarið. Það var gott.
Ég hélt að ég væri laus við þrasið þegar ég kæmi heim, mér skjöplaðist. Það var ekki gott.
Úti skiptast á skin og skúrir. Það er gott.
![]() |
Ég hafði með mér kokk og rauðvín í sumarbústaðinn. Það var gott. Ég hafði reyndar með mér hvítvín líka en það kom óátekið heim. Kannski ekki eins gott. |
Mér gengur illa að skilja núliðna tíð í þýsku og er logandi hrædd um að falla á prófum. Bæði vor- og sumarannarprófum. Það er ekki gott þvi þá kemst ég ekki í HÍ í haust.
Ég þarf að fá aukatíma í þýsku. Það er hvork i gott né slæmt, það bara er.
En ef ég finn eins og einn kennar til að bjarga því verður það gott.
Svo er best að haska sér en hringja fyrst í tryggingafélagið og athuga hvort ég þarf að segja mig til sveitar bráðum eða hvort tryggingin gildir þó ég hafi ekki misst bæði brjóstin, höfuðið og herðarnar með. Gott eða slæmt, það kemur í ljós.
Mér telst til að það séu fleiri „Gott“ atriði hér en „Ekki gott“
1 ummæli:
Það var nú gott !!
Skrifa ummæli