13. apríl 2011

Teikniborð veruleikans

Ég horfi stundum á bíómyndir þar sem einhver söguhetjan, alltaf kvennkyns held ég, klippir á sér hárið með naglaskærum og litar það í handlaug á hótelherbergi. Þegar viðkomandi svo hristir hausinn og hárið þornar lítur viðkomandi út eins og eftir lagningu hjá hárgreiðslumeistara með 25 iðnskólagráður í hárklippingum.

 Ég gerði svona tilraun og útkoman varð allt öðruvísin en í bíó. Útkoman varð reyndar svo slæm að þó ég léti freistast til að smella af einni mynd þurkaði ég ekki móðuna af speglinum.

Fljótlega eftir að ég var búin að létta á mesta háralosinu skrapp ég í alvöru klippingu og útkoman var svo sem lítið skárri. Styttri tjásur þó. Mér sýndist þetta vera frá 5 upp í 10 mm. sídd eftir aðgerðina.

Þó nýjasta klippingin sé að mörgu leiti
þægileg finnst mér hún ekki klæðilegri 
en það að ég þurkaði ekki heldur móðuna
af speglinum fyrir þessa myndatöku.
Lái mér það hver sem vill. 
Kosturinn við þessa klippingu er að maður getur leikið sér með ýmsar gerðir kamba á klippigræjurnar og jafnvel rafmagnsrakvél líka þegar manni fer að leiðast. En það gamani stendur ekki lengi, til þess er sprettan of hæg.

Klútar og treflar, húfur og buff eru það sem blívur þessa dagana og til spari á ég varanlega hárgreiðslu sem ekki má klippa of stutt því það vex ekki úr.




Engin ummæli: