Ég gerði svona tilraun og útkoman varð allt öðruvísin en í bíó. Útkoman varð reyndar svo slæm að þó ég léti freistast til að smella af einni mynd þurkaði ég ekki móðuna af speglinum.
Fljótlega eftir að ég var búin að létta á mesta háralosinu skrapp ég í alvöru klippingu og útkoman var svo sem lítið skárri. Styttri tjásur þó. Mér sýndist þetta vera frá 5 upp í 10 mm. sídd eftir aðgerðina.
![]() |
Þó nýjasta klippingin sé að mörgu leiti þægileg finnst mér hún ekki klæðilegri en það að ég þurkaði ekki heldur móðuna af speglinum fyrir þessa myndatöku. Lái mér það hver sem vill. |
Klútar og treflar, húfur og buff eru það sem blívur þessa dagana og til spari á ég varanlega hárgreiðslu sem ekki má klippa of stutt því það vex ekki úr.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli