11. mars 2011

10. mars

Ég skrapp í Ljósið í morgun og tók með mér aðstoarmann eða handlangara öllu heldur. Það fylgdi mér dálítið mikill farngur og þá er gott að hafa einvern til að taka við þegar ég þarf að umstafla farangri á ferðalögunum. Frá Ljósinu gengum við í Laugardalinn en þangað er farið tvisvar í viku skv. skipulagðri dagskrá Ljóssins.
Við keyptum okkur svo kartöflubollur í hádeginu á þessum sama stað, Ljósinu sko ekki Laugardalnum og kíktum svo í Eirberg. 
Svo var þaðLandspítalinn eina ferðina enn og það bjargar miklu á biðstofunum að hafa hláturmilda manneskju með sér. Þetta hefði verið hrikalega leiðinlegt hangs án þess. 
Dagskráin er oft stíf þessa dagana og eiginlega er of mikið að gera til að vera veikur. Enda er svo dýrt að vera veikur til að það er ekki fyrir nema efnafólk. En það er nú önnur saga sem er betra að vera ekki að velta sér of mikið upp úr núna. 

Ungviðinu verður stundum fótaskortur á lífsins hálu brautum
og því miður er fólk með myndavél stöku sinnum vitni að því. 
Þetta var nú samt mjúk lending í skaflinum.
Það þarf svo sem engin orð um vetrarfegurðina en okkur
langaði ekki inn í dag. 
Þessar teygðu sig mótu sólu í dag. 
Það gerðum við líka, bara betur klæddar.

Engin ummæli: