11. mars 2011

Húmorsleysi

Það var svo djúpt á húmorinn hjá mér í dag að mér hefur ekki tekist að grafa hann uppi þó komið sé kvöld.
Kannski á mér einhverntíma eftir að finnast það fyndið að hafa mætt í smá aðgerð á Landspítala, hitt skurðlækni sem hélt að hún ætti stefnumót við mig á mánudaginn, verði undirbúin fyrir aðgerð með öllu tilheyrandi og henni svo  frestað af því blóðprufurnar frá því í gær tíndust. Fengið svo að sofa úr mér verkja- og svefnlyfjaskammt þar til komið var að „töku tvö“. Fengið svo nýjan skurðlækni, nýjan svæfingarlækni, meira verkjalyf og svefnlyf, snúrur, tengingar og eytt í allt 4 tímar á skurðdeild en þar af ekki nema 10 mínútum í aðgerðinn sjálfri.

Ég er enn hundfúl og pirruð en norðurljósin voru samt falleg áðan og svo á ég skýrteini með serialnúmeri lyfjabrunns.  Mér finnst það reyndar svolitð fyndið. Já og líka að hafa verið jarðtengd í dag.

Þetta kemur.

Engin ummæli: