3. febrúar 2011

Göngutúr í snjóhraglandi

Vopnaður góðri dúnúlpu, regnbuxum, vetlingum og ullarhúfu er engum vorkun að fá sér göngutúr í snjóhraglanda. Forfeður mínir sem áttu ekkert af þessu bönkuðu ágengir í kollinn á mér í kvöld meðan ég barðist móti láréttri hríðinni mér til skemmtunar áðan.
Ég ætlaði að skrifa um dalbúa sem þurfti að treysta á vetrarbeit og hrakninga við að bjarga fénu í hús þegar svona veður skullu á fyrirvaralaust.  Þess í stað settist ég yfir íslenska málfræði. Fannst hún ólíkt skemmtilegri en sú enska og held að skilyrðissetningarnar skýrist aðeins við að rifja upp skildagatíðir.

Snjóhraglandi eða blotahríð og skildagatíðir eru sem sagt helsta skemmtiefni kvöldsins, það bætir hvað annað upp.

Já og létt grobb. Göngutúrarnir eru orðnir 33 á 33 dögum. 

Engin ummæli: