Það er mikið að gera hjá mér við að fylgjast með og skrá á dagatalið hjá mér hina ýmsu menningarviðburði sem ég þarf. Svo mikið að ég má hvorki vera að því að sinna vinnu eða námi.
Hver stendst til dæmis fyrirlestraröðina „Hvernig verður bók til“ og fyrirlestrar um rússneska myndlist og bókmenntir? Gönguferðir um Reykjavík í samstarfi HÍ og FÍ eru freistandi. Nú er ég bara búin að skoða viðburðadagatal HÍ og þori eiginlega ekki að skoða meira í bili. Ég hef grun um að Norrænahúsið lumi á ýmsu athyglisverðu en það verður að bíða.
Google dagatalið mitt sendir mér tölvupóst, eða sms, þegar eitthvað er á döfinni sem ég ætla að muna eftir en til þess að það virki þarf ég að skrá viðburði samviskusamlega þar inn. Það tekur sinn tíma, merkilegt nokk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli