1. febrúar 2011

Einfeldingsframleiðsla

Ég er annað slagið að reyna að útskýra skoðun mína á einfeldningsframleiðslu fjölmiðla en tekst það misjafnlega vel. Eiríkur Örn segir í greininni Hneykslan, fliss og upphrópanir! mikið af því em ég vildi sagt hafa og þess vegna  sleppi ég páfagauksheilkenninu lausu og birti hluta greinarinnar hér.  
Það má svo deila um það hversu einfeldingslegt er að fá að láni annara framsetningu á eigin skoðunum.

                                                      
Í eilífri samkeppni um athygli eru tíðindi og skoðanir smættuð niður í það sem má framleiða,     framreiða, neyta og melta á einu augabragði. Fréttir og umfjöllun eiga að vera skorinorð, bækur auðlesnar og auðskiljanlegar, útúrdúrar bannaðir, sérfræðingar eiga ekki tala nema þeir geti látist ekki hafa lært neitt – þeir eiga að „tala einsog venjulegt fólk“ heitir það, mega ekki segja neitt sem við ekki skiljum áreynslulaust. Viðbragð sérfræðingsins – eða álitsgjafans – má helst ekki vera margbrotnara en flissið. Og þar með er sérfræðiþekking þeirra raunar óþörf, við gætum allt eins spurt „manninn á götunni“ – sem býr yfir sérfræðiþekkingu sem kemur málinu ekki við. Og þannig erum við nákvæmlega einskis vísari.
Smám saman verður veröldin síðan einfaldari og fólkið í henni einfeldningar af eilífu áreynsluleysi, einsog maður verður feitur af því að standa aldrei á fætur, allt þar til maður er orðinn svo sílspikaður að manni er það hreinlega um megn og maður grær fastur við sófann. Og finnst það líka bara svona helvíti fínt.

                                                



Engin ummæli: