11. mars 2012

Starfsmaðurinn minn

Ég réði starfsmann í vikunni, hann mætti ekki í vinnuna og skrifborðið er enn þakið pappírum upp í loft. Ætli ég geti ekki hent ráðningarsamningnum í ruslið.

Af ritgerðarskrifum er það að frétta að ég fæ orðið ósjálfráða taugakippi, iðrakveisu og öndunarörðugleika við það eitt að gjóa augunum í átt að fræðilegri þrætubókarlist og skilgreiningavaðli miðaldasagnafræðimanna.

Allt í einu verða Propps og Greimas aðlaðandi kostir.

Engin ummæli: