12. mars 2012

S-jóniseringin mín

Ég tók rúnt á Landspítalanum í dag, byrjaði reyndar á föstudag með því að fara í blóðprufu. Ég var send aftur í blóðprufu í dag, kalsiumið þykir óþarflega hátt skv. föstudagsmælingunni. Lifrarensímin eru nálægt hæsta eðlilega gildi og það þarf ég að láta athuga aftur eftir þrjár vikur.
Ég fór heim til að sinna vinnunni örlítið, googleaði S-jóniserað kalsíum og borðaði hádegismatinn snemma. Nú ætla ég að láta eftir mér að hafa smá áhyggjur af þessari stöðu mála, svo ætla ég að leggja mig áður en ég verð cool aftur og fer á Landsbókasafnið til að lesa skemmtilega fræðibók á ensku.  Kannski fer ég samt og fæ mér göngutúr í millitíðinni. Verðrið er gott.  

Engin ummæli: