13. mars 2012

Í dag

Í gær var ég að hugsa um að hætta í eins og einum áfanga eða gefast alveg upp og gerast bara hobbynámsmaður. Í dag er ég að hugsa um að gerast bara hobby starfsmaður, nei annars halda áfram að vera það
Í dag er ég líka næstum því hætt að velta mér upp úr hvað of hátt kalk í blóði getur merkt (næstum, á morgun verð ég búin að gleyma þessu og man ekki eftir því aftur fyrr en í næstu blóðprufu) og velti frekar fyrir mér hugtölunum almennt og sértækt. 

Á morgun verð ég annað hvort að hætta í skólanum eða ekki að hætta, hafandi áhyggjur af kalki eða lifur eða ekki hafandi áhyggjur, (lýsingarháttur nútíðar er eitt einkenni skrúðsstíls ef ég man rétt). 

Í dag tók ég líka til á skrifborðinu mínu, alvöru borðinu sko, ég á tvö. Annað er í kjallaranum þar sem ég get dregið vinnumöppur og pappíra út úr skápum og skúffum og dreift þeim um allt. Kjallarastiginn hentar líka vel sem bókahilla þegar ég þarf mikið pláss. Uppi í herbergi hef ég gamla saumaborðið hennar tengdamömmu heitinnar. Þetta er forláta borð úr tekki, tvær skúffur undir tvinnakeflin (gömlu tvinnakeflin hennar eru þar enn, meira en 30 ára gömul), hægt að draga fram plötuna og stinga saumavélinni í þar til gert hólf undir henni (saumavélin mín passar ekki ofan í það) Stór glerplata sem þjónaði einu sinni þeim tilgangi að skilja einhvern afgreiðslumann frá kúnnnum (öryggisgler sko) kemur í góðar þarfir sem stækkun á borðplássinu og maður kemur sko miklu drasli (lesist; bókum) á það. 

Tvö borð þýðir vinnuhagræðing, ég get staflað og safnað á borðið uppi þangað til ég kemst ekki fyrir lengur, þá fer ég niður. Þegar ég svo sé ekki lengur í vegginn fyrir framan mig niðri (ég held alltaf opinni glufu fyrir tölvuskáinn) tek ég mér nokkra tíma í að taka til á báðum stöðum. Nú er pláss um allt hús og ég get byrjað að dreifa bókum í kringum mig. Ég held að ég sé búin að tæma bæði Bókasafn Kópavogs og Hafnarfjarðar af ritröðinni Íslensk fornrit. 

Já og starfsmaðurinn minn er ekki hættur bara veikur svo ég dreg ráðningarsamninginn aftur upp úr ruslinu. Núna ætla ég samt að breyta ákvæðinu um laun og launaleynd. Í stað þess að launin verði einhliða ákveðin af mér og greidd í „skemmtilegum og uppbyggilegum samvistum við starfsmannastjóra (mig)" verður það "samvistum við starfsmannastjóra" 

Það eru skúrir í Kópavoginum, ekki skrítið þó áætlanavogin sveiflist og nú er það eignarfallsflótti (ekki atgervisflótti)



2 ummæli:

ellan sagði...

Dugar okkur ekki ein vika í Lónsöræfum ?

Hafrún sagði...

Hehe.
Ætli við verðum ekki búnar að fá nóg af öræfum eftir viku, nú eða öræfin verði búin að fá nóg af okkur.
Svo er auðvitað spurning hvort ég geti labbað til baka eftir viku og þurfi að safna kröftum í tvær (ef ég á annað borð kemst á staðin ;)