Yfirleitt er minn mitt eins og vírsigti með mörgun slitnum vírum en á stundum hangir þar inni bútur og bútur úr daglega lífinu.
Ég varð vitni að samtali um daginn og lagði þær leikreglur sem ég varð vitni að á minnið. Svo beið ég eftir að einhver hringdi í mig svo ég gæti notað mér mína nýfengnu kunnáttu. Það hringdi enginn, ekki nokkur sála. Það hringir nefnileg sjaldnast nokkur maður í mig. Alveg satt.
Á endanum gafst ég upp, reif upp símann, hringdi í vinkonu mína og spurði „Ætlaðirðu að bjóða mér í mat“. Auðvitað kunni hún ekki við annað en að segja já.
Það var gott að komast út, sitja með útilegudisk á hnjánum í stofusófanum hennar, borða grænmetisbuff og grænmetismeðlætið og drekka hvítvín úr vatnsglasi. Þetta er nægjusöm kona sem á megnið af búslóðinni í geymslu úti í bæ þó hún hafi flutt fyrir mánuði síðan, eldhúsáhöld, borð og stólar eru líka stórlega ofmetið fyrirbæri.
Það má kalla þetta kvöld æfingu fyrir skálavörslu lífsstílinn í sumar. Í sumar ætlum við nefnilega í Lónsöræfi og leika skálaverði. Þegar við verðum búnar að leika okkur þar dundum við okkur í viku í Loðmundarfirði. Dagsetningar ekki ákveðnar en ég verð komin í sumarfrí 30. apríl, nema ég þurfi í sjúkra- eða endurupptökupróf, og sumarið á ég sjálf til að þvælast um með vinnuna aftur í bílnum. Ég þarf að vísu að kíkja á Landspítalann um miðjan maí og í byrjuðum júní en eftir það er ég laus allra mála í þeirri deild.
![]() |
Venus, Júpiter og karlinn i tunglinu |
Dagurinn lengist, bráðum er komið jafndægri á vori og dökkur, stundum heiðskýr, stjörnubjartur næturhiminn hopar fyrir sumarbirtunni. Ég gat ekki stillt mig um að njóta hans í kvöld svo ég rölti niður að sjó þegar ég kom heim. Á svona kvöldi kallar bæjarlistaverkið á Seltjarnarnesinu á mig. Þar er hægt að sitja með tærnar í heitu vatninu og horfa til himins meðan maður hlustar á ölduskvamp við fjörustein.
Ég svaraði ekki kallinu, heldur lét mér nægja að ganga meðfram Kópavoginum, þar sem stásslegar bygginarnar á Arnarnesinu spegluðu sig og hvert sitt ljós í spegilsléttum sjónum.
Órion virtist íhuga að tilla tánum á Keili en yfir Bessastöðum skinu tvær skærar stjörnur, vonarstjörnur hugsaði ég með mér, ætli þær vonist eftir nýjum Bessastaðabónda. Andspænis Orion lá norðurljósastrengur yfir himininn, ósköp dauflegur í dálkinn í „skugga“ borgarljósanna.
![]() |
Orion er í miklu uppáhaldi hjá mér enda eitt af fáum stjörnumerkjum sem ég þekki. Þess vegna stóðst ég ekki mátið og klippit hann út úr mynd sem ég rakst á á netinu. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli