Mér áskotnaðist bók í kvöld, ekki til eignar, bara til lestrar. Þesssi blessuð bók kitlar teiknitaugarnar og mig langar til að grafa upp teikniblokk og blýant eða penna. Ætli það verði samt ekki að bíða betri tíma núna þarf ég að hugsa um bókmenntasögu.
Núna velti ég því samt fyrir mér hvaða bækur ég drægi úr hillunum ef ég ætlaði að velja eina bók á mann í leshópnum mínum. Ég man ekki eftir nokkru nema ljóðabókum og fræðiritum. Það væri auðvitað smá áskorun að finna eitthvað sem ég héldi að hentaði hverjum og einum.
Ekki það að þessi bók hafi verið valin handa mér vegna teikniáhugans, það var víst vegna textaleysisins í henni (enskutextaleysisins)
Svo langar mig í Garðskagavita á laugardagskvöldið og hlusta á tónlist og upplestur.
http://www.svgardur.is/conman/include/image.aspx?src=/resources/Images/2725_SVG%20Gar%C3%B0ur%20tonleikar.jpg
3 ummæli:
Vá.... hvaða bók er þetta og hvar fékkstu hana?
Mér var fengin hún af manni sem ákvað að deila bókaskápnum sínum með öðrum.
The Arrival, það var linkað inn á það á plúsnum ;)
Skrifa ummæli