6. febrúar 2012

Sýndarheimum lokað

Ég er ekki frá því að hjartaslátturinn sé óþarflega ör og blóðþrýstingurinn of hár eftir að ég lokaði Facebook aðganginum mínum.
Lokaði, segi ég en auðvitað gerði ég ekki annað en aftengja hann tímabundið, ég get skráð mig inn hvernær sem er og þá opnast öll mín albúm, athugsemdir og vinatengingar aftur. Ég lagði ekki í að loka varanlega og hugsaði reyndar oft síðustu daga um það hvort ég gæti verið án þessarar upplýsingaveitu sem ég er búin að koma mér upp. Núna síðast var tilkynning frá hóp sem kallast Gönguleiðir í Reykjavík og nágrenni, bráðnauðsynlegt að vita hvað sá hópur er að bralla.
En- ég labba lítið og einhvern veginn tókst mér að fylgjast með þeim viðburðum sem ég hafði áhuga á áður en Facebbok kom til sögunnar og ég verð bara að venja mig á gamla siði aftur.

Engin ummæli: