25. janúar 2012

Ættleiðing

Nei, ég ætla ekki að ættleiða. Ekki dýr og ekki barn, ég er með einn garð í fóstri og fæ ekki að ættleiða hann eða taka í varanlegt fóstur. Ekki nema ég kaupi húsið sem hangir í annari hliðinni á honum.
Ég er bara að leita að íslenskufræðingi sem vill ættleiða mig. Kjörforeldrar hljóta, eins og aðrir foreldrar að hjálpa börnunum með heimanámið og nú veittir mér ekki af.

En úr Kópavoginum er það annars að frétta að verðurguðirnir eru enn að verða við snjóóskunum frá því í desember. Þetta voru svo margar óskir að þeir verða sennilega í þrjá mánuði að uppfylla þær.

En það var fallegt úti í gær og síminn bjargar ýmsu þegar ég nenni ekki að dröslast með myndavél. Hver fer svo sem með stærðar myndavélarhlunk með sér í skólann.

 Kvefið lék mig grátt í síðustu viku en það fer að líða að því að ég treysti mér í göngutúr með myndavél og mannbrodda. 


Engin ummæli: