Eru myndanir (myndön) orðsins undir ekki örugglega und og ir, und er rótin en -ir beygingarendingin? Er beygingarendingin til í orðum sem ekki fallbeygjast?
Og ef orð er samsett og hefur þess vegna tvær rætur... Já, hvernig á nú að setja upp myndangreiningu á orðum.
Þetta eru bara svona smáatriði sem tekur mig tíma að fá botn í.
Eins og ég sagði er lesefnið mitt misskemmtilegt (afleitt orð með forskeyti, rót, viðskeyti og beygingarendingu?), þessi lesning frá 1208 er til dæmis verulega ljúf:
Heyrðu himna smiðr, hvers skáldið biðr: kom mjúk til mín miskunin þín; því heiti eg á þig þú hefur skaptan mig; eg er þrællinn þinn, þú ert drottinn minn. | gættu mildingr mín, mest þurfum þín helst hverja stund á hölda grund. Sendu meyrar mögr málsefnin fögr, öll er hjálp af þér í hjarta mér. |
Guð heiti eg á þig að þú gærðir mig; minnstu mildingr mín, mest þurfum þín; ryddu röðla gramr ríklyndr og framr hölds hverri sorg úr hjarta borg |
Mér er óskyljanlegt að ég skuli ekki eiga bróðurson sem gegnir nafninu Kolbeinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli