17. janúar 2012

Enn til

Jamm, ég er enn til en hugsa mest á fornmáli eða um orðmyndanir og  hljóðkerfi. Annars er ég að hallast að því að færa mig niður í 25 eininga nám á vorönninni. Út með hljóðkerfisfræðina.

Ég var að leika mér um helgina og fékk þess vegna áfall þegar ég opnaði skólabækurnar í gær. Ég er alltaf að misreikna mig, kannski ég hefði bara átt að fara í framhaldsskólastærðfræðina aftur.

En nú þarf ég að finna fimm nýyrði sem ekki eru til í Ritmálasafni  Orðabókar Háskólans, Íslensku orðabókinni (prentuðu) eða á Snöru.  Mér vefst tunga um tönn og hugur um haus, hvar í ósköpunum á maður þá að leita. Sennilega er hluti af náminu að finna út úr því.

Ég komst að því að mér hentar illa að sitja á haus
í köldu vatni. Ég efast um að ég prófi það í 7°C.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Talaðu við ungling sotla stund, eða pantaðu sms frá sömu tegund... shg

Hafrún sagði...

Ég bjargaði slangrinu með því(5 slangurorð) Nýyrðin þurfa að vera góð og gild íslensk orð sem eru ný í málinu, s.s. rafbók, vogunarsjóður og þh.
Auðvitað fann ég þetta ;)