1. janúar 2012

Æ, ég veit ekki

Kannski á maður ekki að vera að taka myndir.  Hér eru allavega tvær teknar með árs millibili.
Fyrir ári síðan fór ég í  göngutúr niður að Lónakoti og hafði með mér þrífót. Þess vegna gat ég tekið mynd af sjálfir mér og sjá, ég er með hár og enn vel falið krabbameinsæxli.

Við Keilir 1.1.2011
Hin er tekin í dag, æxlið farið, hárið farið og  byrjað að vaxa aftur, nærri hvítt (ég þarf að ákveða það með vorinu hvort ég held þeim lit eða ekki :o ) Kílóin voru fljót að koma í lyfjaruglinu í sumar en þau fara ekki eins auðveldlega.


Af einhverjum ástæðum fylla þessar tvær myndir mig dapurleika. Kannski vegna vitundar um forgengileika tilverunnar.


Annars er gaman að bera saman myndirnar sem ég hef tekið við Lónakot og af Keili á nýjársdag undan farin ár.
Keilir 1.1. 2012


Keilir 1.1.2008


Og Dyngjurnar 1.1. 2010

Hér vantar inn myndir 2007 og 2009. Á nýjársdag 2006 labbaði ég í Búrfellsgjána, síðan þá árlega niður að Lónakoti. 










3 ummæli:

Amazing Love sagði...

Definitely believe that which you stated. Your favorite reason appeared to be on the net the easiest thing to be aware of. I say to you, I certainly get annoyed while people consider worries that they just do not know about. You managed to hit the nail upon the top and also defined out the whole thing without having side-effects , people can take a signal. Will probably be back to get more. Thanks
tag heuer formula replica

Nafnlaus sagði...

Um leið og ég sá myndina af Keili tekna 1.1. þessa árs langaði mig fá hana sem kápumynd á bók. Yrði t.d. betri kápa á Hálendið en núverandi.

Gott að heyra að þú sért á batavegi.

Sjáumst í næstu viku (eða er það þarnæstu?)

Hafrún sagði...

Takk Jóhann
Ef þig vantar kápumynd á bókina þína er þér velkomið að velja úr myndunum mínum :)
Ég er sammála þér með kápumyndina á Hálendinu, hún er ekki alveg að gera sig. Mér finnst vanta tengingu við titilinn, þessi hálendismynd sem er á bak við hendurnar/handaförin sést varla.