Ég gekk glöð og hrærð út úr Hallgrímskirkju í kvöld. Ég var svo heppin að ná nærri tvennum tónleikum, Þeim lögum sem ég missti af í fyrra skiptið náði ég á síðari tónleikunum. Tár og gæsahúð, hvað er hægt að fara fram á meira á svona kvöldi.
Á leiðinni heim hélt Röddin í höfðinu áfram að spila á tilfinningaskalan og engu breytti þó hún kynni ekki textana.
„Þegar kveikt er á kertum um jól..." dugði mér alveg.
Merkilegt hvað Röddin getur haldið lagi, hún er miklu lagvissari en ég.
Þarna vantaði konuna með snúna ökklann til að snökkta með mér en ég ætla að kaupa DVD diskinn handa okkur þegar hann kemur út í næstu viku.
Þangað til njótum við þessara radda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli