22. desember 2010

Í Bergen?

Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er ég í Bergen. Hvað ég er að gera þar þætti mér gaman að vita en mér sýnist á öllu að ég sé á heimleið.
Mikið vildi ég að fluginu yrði nú ekki frestað oftar svo SAS hætti að senda mér SMS.

Aðrar fréttir úr Vesturbæ Kópavogs eru litlar, hér er þó 11 stiga frost og heiðskýrt. Blóðþrýstingsmælirinn sýnir undirliggjandi stressfactora sem ég vissi ekki af. Þá er best að hreinsa rækilega upp á vinnuborðinu og athuga hvort tölurnar verði ekki hagstæðari. 
Þyngdaraflið er svo að lina tökin meðan vetur konungur herðir þau og ég verð í einhverju öðru en vefjupilsum úr sjölum um jólin.

Ég fékk slóð á þetta skemmtilega jólakort í fyrra, ég mæli með því það léttir lund og bætir geð samkvæmt minni reynslu. 
http://www.arkikon.no/julekort08.htm

Engin ummæli: