Ég ætlaði að lesa Morgunengil í kvöld. Ég var með svo frábært plan, skila dönskuverkefni, elda, borða, horfa á upáhaldsliðið keppa í útsvar, lesa bók.
Þetta snerist allt í höndunum á mér og til að gera langa sögu stutta tapaði liðið „mitt“ með þvílíkum skell að ég er orðlaus. Jú, reyndar var flensa að hrjá suma og húmorinn hafði greinilega orðið eftir austurfrá. Dönskuvekefnið fór ekki inn fyrr en hálf tólf en hvað sem dagatali og klukku líður ætla ég að byrja á skruddunni.
Eins gott að hún bæti fyrir þessa þrautagöngu mína í kvöld.
Á þessum bæ er ennþá 26. nóv.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli