í leiðbeiningum um lífið stendur
–– –– ––
A red metal imp hangs from the green-painted front door, as a knocker,
do not touch it; it will bite your fingers.
Walk through the house. Take nothing. Eat nothing.
or else you can get a sore throat....
Útleggist á íslensku:
–– –– ––
Í líki dyrahamars, hangir rauður málmdrísill, á grænni hurðinni,
ekki snerta, hann bítur þig í fingurna.
Gangtu gegnum húsið. Taktu ekkert, borðaðu ekkert,
annars færðu hálsbólgu.
Nei nú er ég að ljúga hraustlega, það er ekki aukatekið orð um hálsbólgu í þessu ljóði.
Mér finnst það annars ljóður á ráði höfundar að hafa ekki gefið út leiðbeiningar um hálsbólgu á ferðum um ævintýri. Eins gott að ég er ekki í ævintýri því þá væri ég ráðalaus, alveg hálsbólguráðalaus. Ég er það svo sem hvort eð er og gæti þess vegna fundið mér timburhlið á ókunnum vegg og gengið stíg sem liggur héðan og þangað en ekki til baka. Ég er með hálsbólgu og hef engin ráð við henni.
Upphaflega áttu bar að vera tvö orð í þessri færslu, hálsbólga og helvítis. Ég var alveg búin að planleggja það, byrja á
hálsbólga, fara svo í
hálsbólga, þaðan í
hálsbólga og
hálsbólga,
hálsbólga. Stærra letur er ekki boðið upp á hjá blogger, kannski hefði mátt kópera það inn.
Hálsbólga
Jahá og svo má setja smávegis af helv. inn á milli.
Kannski næstu færslur verði svona því ég er orðin hundpirruð á hálsbólgu, kvefi og hósta. Ég meina, aftur og nýbúin?
Ég ætla samt á upplestur einhverstaðar á sunnudgskvöldið. Hver vill með?
1 ummæli:
ÉG !!!
Skrifa ummæli