Ég er að hugsa um að vera þarna á morgun. Mæta snemma og reyna ða ná sæti. Þar sem ýmsir vinir mínir deila með mér dagatalinu sínu sé ég að Háskólaneminn (ég er hætt að kalla hana kennar- hjúkku- sjúkraliða- eða hvað það nú allt heitir- nema, eða tilvonandi þetta eða hitt, ég veit ekkert hvaða hún veður á endanum, einhverntíma kem ég til meða að kalla hana eftirlaunaþega)(nei ég blogga undir nafnleynd og hún veður ekki kölluð sínu rétt nafni) verður í fríi annað kvöld og hún ætlar að koma með. Þetta allt sá ég þegar ég var búin að endurræsa ráderinn og uppfærsla á síðum og dagatölum hafði átt sér stað. (hvaða tíð er á þessu hafði?) 28. nóvember · 20:00 - 22:00 | |
Staður | Súfistinn, Laugavegi 18 |
Gestgjafi | |
Nánari upplýsingar | Einvalalið rithöfunda les úr nýútkomnum bókum sínum nk. sunnudagskvöld á upplestrarkvöldi Forlagins á Súfistanum við Laugaveg. Fram koma Þórunn Sigurðardóttir sem les úr ævisögu Kristjáns Jóhannssonar, Óskar Hrafn Þorvaldsson sem kynnir spennusögu sína Martröð millanna, Steinunn Jóhannesdóttir les úr skáldsögu sinni Heimanfylgju, Guðni Th. Jóhannesson kynnir ævisögu Gunnars Thoroddsen og Árni Bergmann les úr bókinni Alvöru leiksins – ævisögu Gunnars Eyjólfssonar. Dagskráin hefst kl. 20 og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. |
27. nóvember 2010
Súfistinn á sunnudagskvöldi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli