2. október 2010

Mótunarsinnar og póstmoderstrúktúismi eða hvað það nú var

Svakalega geta fræðigreinar verið torlæsar. Það er stundum verra að skilja íslenskt fræðimál en þýsku og er þá mikið sagt.
Þetta rakst ég tildæmis á á flakkinu. Reyndar úr virkilega athyglisverðri rannsóknarritgerð en eins og ég segi orðræðan (nei bara orðin)  er stundum óskyljanleg. (orðræðan er mikið skemmtilegt orð sem tröllríður öllu núna og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum)
Mótunarhyggja (social constructivism) er skilgreind sem heimspekilegt
sjónarhorn með áherslu á hvernig manneskjur, einar og í samhengi við aðra, móta
og eru mótaðar í gegnum mállegt, félagslegt og sögulegt samhengi (Schwandt,
1997, bls. 19). Þeir sem aðhyllast mótunarhyggju hafna að þekking á heiminum sé
einföld speglun á því sem þar er, heldur telja hana félagslega hugsmíði (social
artifacts); endurspeglun á því hvernig við skilgreinum hlutina. Hin félagslega
hugsmíði er sprottin út frá birtingarmyndum, lögmálum orðræðunnar og
hugmyndafræðilegum afleiðingum sem svo stjórna félagslegum aðgerðum.
Mótunarsinnar hafna því að ólíkt eðli kynja hafi áhrif á félagslegar ákvarðanir
(Schwandt, 1997). Því má segja að mótunarhyggja falli vel að póststrúktúralískri
nálgun.

Þetta var reyndar ekki það sem ég var í mestum vandræðum með að þýða á íslensku!

Hvað um það, ég ætlað að fagna verkefnaskilum með sjónvarpsglápi og verkjatöfluáti. Merkilegt hvað geta myndat stórir hnútar í bakinu við allt þetta tölvupikk.

Engin ummæli: