19. september 2010

Stóri félagsfræðidagurinn

Þessi dagur verður um ókomna tíð tileinkaður félagsfræðihugtökum og heitum og nefnist hér eftir Stóri félagsfræðidagurinn. Jæja, allavega þangað til annar stærri og alvarlegri tekur við. Kannski bara fyrir lokaprófið í október!
Ég byrjaði nú samt daginn á þvi að fara út að labba. Mig langaði mest til að fara og reyna eitthvað verulega á mig, fara í spinning t.d. eða hlaupa upp fjall en ég er stundum með það mikið vit í kollinum að ég sníð mér stakk eftir vexti. Stakkarnir mínir eru bara alltaf að stækka!
Vonandi verður hálftima göngutúrinn ekki til þess að ég verði hölt og skökk á morgun.

Engin ummæli: