20. september 2010

Mánudagur til mæðu

Sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir og þessi mánudagur var einn af þeim. Hann byrjaði svo sem þokkalega, ég skúbbaði frá einu krossaprófi í félagsfræði. Að vísu ekki upp á 10 því mér finnst betra að klára prófin frá á stuttum tíma en velta mér upp úr gögnunum til að hafa allt rétt.
Svo hringdi litla barnið mitt frá útlöndunum.  Sennilega lenti hann á svindlara á leigumarkaðnum og tapaði tveggja mánaða leigu. Vonandi kemur þó einhver skárri skýring á bullinu á morgun en ég er ekki voðalega bjartsýn á það. Dagurinn hefur að mestu leyti farið í að vinna úr sjokkinu og velta sér upp úr vandamálum.
„Á morgun er kominn nýr dagur og......  “
Þessi flutningur hanns þarna út er allur búinn að vera öfugsnúinn og skrýtinn. Svo skrýtinn að systir hans sagði fyrir rest „Það eina sem vantar er að skólinn sé svo bara ekki til þegar hann ætlar að mæta á skólasetninguna“
 sem betur fer var nú skólinn á sínum stað!

Var svo eiginlega næstum því að ákveða að fresta einum löngum áfanga fram á vorönn og taka seinni hlutann af þýskunni í staðnámi. Ég held að það geri meira gagn, álagið verður minna og ég læri vonandi þýskuna þá betur.
Það er eins gott að gera þetta svona úr því skólinn klárast ekki fyrr en í febrúar og þá á ég ekki möguleika á að komast inn í HÍ á vorönn. Ekki einu sinni þó það verði teknir inn nýnemar í janúar.
Skrítið að skipuleggja ekki námið þannig að fólk geti haldið beint áfram upp í Háskóla í staðin fyrir að taka hlé heila önn.

Þetta þýðir líka að ég verð að finna mér meiri vinnu, en bara fyrir nokkra mánuði. Öfugsnúið.

Engin ummæli: