21. september 2010

og þriðjudagur til þrautar

svo mikillar þrautar að ég er að veraða háandpólitísk. Ég væri alveg tilbúin til að fara á Austurvöll núna og taka undir sönginn „Vanhæft Alþingi“. Svo les ég kaflana um átakakenningar félagsfræðinnar með alþingismenn í huga.  Ég líti yfir hópinn sem sást í fréttum í dag og sé ekki marga sem ég hef grunaða um að hafa vott af sómatilfiningu. Þá væru fleiri nýliðar á þingi.
Ég er líka að velta því fyrir mér hvort þjóðin þurfi ekki bara að höfða einkamál hendur þeirra sem bera ábyrgðina á hruninu. 

Að góðu fréttunum. Drengurinn fær endurgreitt það sem hann var búinn að borga inn á íbúðina, „leigumiðlarinn“ fullyrðir að hér hafi verið misskilningur á ferðinni og  hann hafi leigt honum íbúðina í góðri trú. Kálið er þó ekki sopið fyrr en það er komið í ausuna, eins og málshátturinn segir. Ekki það að maður súpi á káli, ja, nema það sér maukað.


Ég kláraði frá eitt viðtal fyrir félagsfræðiverkefnið og þar með er enn einu farginu af mér létt. Samt léttist ég ekkert! Ég er ekki alveg að skilja þetta.

Kosturinn við þennan árstíma er hvað það er mikið af fallegu myndefni hvert sem litið er.

Engin ummæli: