Ég ákvað að hörfa til gamaldags gilda í tilefni af því að drengstaulinn er farin til útlanda.
Þó ég tali við hann nokkrum sinnum á dag á msn er ég samt að skrifa honum gamaldags bréf á pappír. Já og með penna, ekki ritvél!
Ég veit svo sem ekki hvort honum text einhverntíma að krafla sig i gegnum klórið en ég hef gaman af þessu.
Ætli ég verði svo ekki að taka afrit af því á tölvutækt form til öryggis áður en ég sendi það, af því ég er svo gleymin að þegar ég skrifa síðustu línu verð ég búin að gleyma upphafinu.
Þetta verður nefnilega dagbókar bréfaskrif. Smávegis á hverjum degi og kannski verður það einvhverntíma sent til viðtakanda.
Ég skrifaði eitt svona gamaldagsbréf í júní, gekk svo með það í töskunni þangað til í síðustu viku og setti það þá í póst. Ég vona að það hafi verið rétt bréf í umslaginu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli