28. september 2010

Leiðindi

Andríkið hjá mér er eins og íslenskt veður, hér skiptast á hæðir og krappar lægðir. Ég er í djúpri lægð núna, eins og ég þyrfti nú á góðum andríkisskammti að halda. Ástandið er svo slæmt að ég íhugaði í fullri alvöru, ábyggilega í 20 sek. að fara inn á Facebook. Svefn er sennilega betra ráð og á morgun skrönglast ég einhvernveginn í gegnum munnlegt símapróf í þýsku.

Orðið símapróf kallar eiginlega á samlíkingu við orðið símasex sem er að ég held algengar og þar að auki boðið upp á einhvers konar sjálfsala í þeirri deildinni. En nú er ég komin út á lífsins hálu brautir sem ég hef ekki alveg nógu mikla þekkingu á og ég hætti mér ekki lengra út á þær nema á mannbroddum. 

Engin ummæli: