29. september 2010

Drengurinn kominn í hús

Mér til mikils léttis er litla, langa barnið mitt ekki lengur á götunum í útlandinu, hann er kominn með herbergi.
Auðvitað ýki ég þegar ég segi á götunum, það er bara svo gaman að ýkja að ég segi nú ekki skrökva, en ég lýg aldrei!
Ég einfaldlega var svo fegin að hann skuli vera búinn að negla framtíðarhúsnæði og hættur að sofa á stofusófanum hjá félögunum sem aumkuðu sig yfir hann þegar hann var vegalaus og húsnæðislaus að ég varð bara að deila því með öllum sem leið eiga hér um.
Svo held ég að bjargvættar hans séu ofboðslega fegnir líka. Meira að segja miskunsami Samverjinn getur orðið leiður á að láta nota sig.
Svo rakst ég á svo afskaplega skemmtilega handavinnu að ég má til með að deila henni með ykkur líka. Ef þetta er ekki fyrir íslenskar aðstæður þá veit ég ekki hvar þetta hentar.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Glæsileg hannyrð! Best að sýna unglingnum þetta og gá hvort hann hrífst ekki af ;)