Þetta er búinn að vera langur dagur. Það eina broslega við hann var að ég, af öllum, skyldi hringja óvart á gamlan vinnustað þegar ég sneri við 2500 í 5200. Eins og ég var nú oft búin að svara það og segja, „Nei, við seljum ekki orðabækur, við seljum rafbúnað. Vantar þig róbót?“ þegar fólk hélt að það væri að hringa í Mál og menningu. Sumir voru barasta alls ekki að skilja mig þegar ég vildi ekki kannast við fransk-íslenska orðabók og þrjóskuðust við að útskýra að hún hefði átt að koma út í vikunni.
Það læðist að mér nettur grunur um að fólk sé enn að leita að frönskum orðabókum þar og þess vegna sé arftaki minn að læra frönsku!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli