Mér liggur mikið á hjarta núna en má bara ekki vera að því að koma því í merkingabær orð. Orð eru nefnilega ekki mikils virði ef enginn leggur merkingu í þau og ég er alltaf að reka mig á að merkingin fer eftir þeim sem hlustar eða les en ekki þeim sem er að tjá sig. Nú eða þannig.
Ég varum daginn að hugsa um manninn sem flutti af mölinni á kargaþýfið og þegar hann var orðinn bóndi vildi hann ekki tala óvirðulega um lifibrauð sitt. Hann talaði um ær en ekki rollur eða kindur. Þessi orðanotkun hans gekk svona upp og ofan en þegar áin stökk í sjóinn fyrir utan klettinn runnu tvær grímur á nágranna hans. Ekki veit ég af hverju því árnar á Austurlandi geta alveg tekið upp á því að stökkva í sjóinn.
Ég játa á mig þá sök að vera málfarsrasisti en mér verður nú á eins og öðrum og þegar það gerist ákveð ég að sýna meira umburðarlyndi. Mér hættir samt til að gleyma umburðarlyndinu á koddanum þegar ég fer á fætur.
Svo las ég smá innlegg á Facebook síðuna hjá Málfarsklúbbnum eða hvað það nú heitir, það er hópur í mínum anda, þ.e. íslenskurasismi en í þessari klausu var minnst á það hvort ætti virkilega að banna fólki að skrifa ef málfræðinni eða stafsetningunni væri ábótavan! Ég fór að hugsa og er þeirrar skoðunar að tjáningarfrelsið eigi ekki að vera bundið við íslenskukunnáttu.
Þannig er nú það-, ætli ég verði ekki að venja mig á enn meira umburðarlyndi því annars er hætt við að þessu bloggi verði lokað m.a. vegna rangrar notkunar á greinamerkjum. Sennilega hrekkur málfræðin líka æði oft úr gírnum. Allavega, það helv. hart ef fólk þorir ekki að tjá sig í bloggi og athugsemdum við færslur af hræðslu við málfarseinelti.
Ok, ég er komin í bata! (Hræðileg íslenska það)
Einn af mínum ótal bræðrum ákvað, 14 ára gamall að úr því Halldór Laxnes þyrfti ekki að fylgja stafsetningareglum þyrfti hann þess ekki heldur. Þessi bróðir minn skrifaði lítð frá næstu 36 árin en svo uppgötvaði hann Facebook og fór að skrifa stöðulínur (status) og hann stendur við það að nota ekki y. Ég verð að viðurkenna að ég þarf stundum að lesa firir tvisvar til að ná merkingunni, þar komum við aftur að merkingu orða, enda hef ég sjónminni á orð.
Á að banna þessum bróðir mínum að skiptast á skoðunum við vini, vandamenn og kunningja af því hann skrifar aldrei y?
Ég fer nú samt ekkert ofan af því að einni miljón hafi verið veitt í verkefnið og var eiginlega gáttuð á þessum leiðréttingum fjölmiðla á tilkynningu Menntamálaráðuneytisins. Ég hef enga málfræði fyrir mér í því, bara þessa tilfinningu fyrir íslenskunni sem ég er búin að koma mér upp á rúmum fimmtíu árum. Svo ég snú mér aðeins aftur að ánum þá og ánnum þá var varla eina á veitt í annan farveg, ég held að einni á hafi verið veitt í nýjan farveg eða út í bláinn eða í sjóinn þangað renna víst flestar ár nema Stemma sem rennur ekki lengur í farvegi sínum. Hún getur þess vegna hafa stokkið í sjóinn og næst legg ég til að ráðherra skvetti einni miljón í eitthvað verðugt verkefni.
Svo verð ég að gera þá játningu að ég er ekki dugleg að fylgjast með fjölmiðlum og netmiðlum, ég les blogg annara og þræði mig í gegnum tenglana hjá þeim og í dag hafði ég ekki tíma til að lesa allt sem mig langaði til.
Ég á eftir að hlusta á fyrirlestur um ljóð á 20. öldinni og legg þess vegna ekki í að lesa þetta bull yfir og leita að röngum greinamerkjum, innskotssetningar eru alltaf að vefjast fyrir mér, innsláttarvillum, nástöðu og öllu því sem gæta þarf að í stuttum pistli.
Svona í blálokin, ég keypti mér orðabók í dag mig minnir hún heita Orðastaður. Það er flott útsala hjá Forlaginu.
Ég varum daginn að hugsa um manninn sem flutti af mölinni á kargaþýfið og þegar hann var orðinn bóndi vildi hann ekki tala óvirðulega um lifibrauð sitt. Hann talaði um ær en ekki rollur eða kindur. Þessi orðanotkun hans gekk svona upp og ofan en þegar áin stökk í sjóinn fyrir utan klettinn runnu tvær grímur á nágranna hans. Ekki veit ég af hverju því árnar á Austurlandi geta alveg tekið upp á því að stökkva í sjóinn.
Ég játa á mig þá sök að vera málfarsrasisti en mér verður nú á eins og öðrum og þegar það gerist ákveð ég að sýna meira umburðarlyndi. Mér hættir samt til að gleyma umburðarlyndinu á koddanum þegar ég fer á fætur.
Svo las ég smá innlegg á Facebook síðuna hjá Málfarsklúbbnum eða hvað það nú heitir, það er hópur í mínum anda, þ.e. íslenskurasismi en í þessari klausu var minnst á það hvort ætti virkilega að banna fólki að skrifa ef málfræðinni eða stafsetningunni væri ábótavan! Ég fór að hugsa og er þeirrar skoðunar að tjáningarfrelsið eigi ekki að vera bundið við íslenskukunnáttu.
Þannig er nú það-, ætli ég verði ekki að venja mig á enn meira umburðarlyndi því annars er hætt við að þessu bloggi verði lokað m.a. vegna rangrar notkunar á greinamerkjum. Sennilega hrekkur málfræðin líka æði oft úr gírnum. Allavega, það helv. hart ef fólk þorir ekki að tjá sig í bloggi og athugsemdum við færslur af hræðslu við málfarseinelti.
Ok, ég er komin í bata! (Hræðileg íslenska það)
Einn af mínum ótal bræðrum ákvað, 14 ára gamall að úr því Halldór Laxnes þyrfti ekki að fylgja stafsetningareglum þyrfti hann þess ekki heldur. Þessi bróðir minn skrifaði lítð frá næstu 36 árin en svo uppgötvaði hann Facebook og fór að skrifa stöðulínur (status) og hann stendur við það að nota ekki y. Ég verð að viðurkenna að ég þarf stundum að lesa firir tvisvar til að ná merkingunni, þar komum við aftur að merkingu orða, enda hef ég sjónminni á orð.
Á að banna þessum bróðir mínum að skiptast á skoðunum við vini, vandamenn og kunningja af því hann skrifar aldrei y?
Ég fer nú samt ekkert ofan af því að einni miljón hafi verið veitt í verkefnið og var eiginlega gáttuð á þessum leiðréttingum fjölmiðla á tilkynningu Menntamálaráðuneytisins. Ég hef enga málfræði fyrir mér í því, bara þessa tilfinningu fyrir íslenskunni sem ég er búin að koma mér upp á rúmum fimmtíu árum. Svo ég snú mér aðeins aftur að ánum þá og ánnum þá var varla eina á veitt í annan farveg, ég held að einni á hafi verið veitt í nýjan farveg eða út í bláinn eða í sjóinn þangað renna víst flestar ár nema Stemma sem rennur ekki lengur í farvegi sínum. Hún getur þess vegna hafa stokkið í sjóinn og næst legg ég til að ráðherra skvetti einni miljón í eitthvað verðugt verkefni.
Svo verð ég að gera þá játningu að ég er ekki dugleg að fylgjast með fjölmiðlum og netmiðlum, ég les blogg annara og þræði mig í gegnum tenglana hjá þeim og í dag hafði ég ekki tíma til að lesa allt sem mig langaði til.
Ég á eftir að hlusta á fyrirlestur um ljóð á 20. öldinni og legg þess vegna ekki í að lesa þetta bull yfir og leita að röngum greinamerkjum, innskotssetningar eru alltaf að vefjast fyrir mér, innsláttarvillum, nástöðu og öllu því sem gæta þarf að í stuttum pistli.
Svona í blálokin, ég keypti mér orðabók í dag mig minnir hún heita Orðastaður. Það er flott útsala hjá Forlaginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli