4. ágúst 2010

Æringjar á tímum nýrómantíkur

Þessi féll ekki í kramið fyrir 90. árum.


Lítill fugl

Það var eitt sinn eyrarblóm
á eyðistað,
og lítill fugl að kvöldi kom
og kyssti það.

Hann elskaði svo undurheitt
sitt eyrarblóm,
og veröldin var án þess öll
svo auð og tóm.

Að morgni eftir nepjunótt
og nístingsél
fram og aftur flögrar hann
um frosinn mel.



Jón Thoroddsen
1898 - 1924

(tekið af ljóð.is)

Engin ummæli: