Ég sit og horfi á Himnaríki og helvíti og velti því fyrir mér hvort ég eigi og þurfi ekki að hraðlesa hana áður en ég les Harm englanna. Harminn valdi ég sem kjörbók og á að skrifa um hana ritdóm, það verður ný reynsla og ábyggilega heilmikil skemmtun ég þarf bara að rumpa frá mínum hluta í ritgerðarvinnu um Stephen G. fyrst. Kannski hefði ég bara átt að taka einhverja af glæpasögunum sem voru á kjörbókalistanum.
Leigjandann er ég allavega búin að lesa einu sinni en ætli ég hefði ekki gott af að lesa hana aftur og finna nýja fleti. Mér finnst sagan stórskemmtileg lesning og var að hugsa um að messa yfir hausamótunum á þeim samnemendum mínum sem töluðu um að hún væir „steikt“. Hópurinn var bara of stór og dreifður til að ég næði að lesa yfir þeim öllum.
Ég þjáist af ákvarðanafælin í augnablikinu, veit ekki hvar á að byrja en ætla örugglega að taka mér tíma til að skreppa í bæinn í kvöld, fleyta kertum og kannski fá mér kaffi einhverstaðar áður en næturlífið byrjar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli