21. júlí 2010

Engin öfund

ég meina veðrið er svona og ég fæ að sitja inni og blogga, lesa námsbækur og vinna kannski eins og einn klukkutíma. Í þetta fór gærdagurinn og dagurinn í dag ætlar að vera eins. -En þetta lagast um leið og fer að rigna á morgun, þá drífur fólkið sig inn á básinn sinn.


Einu hef ég tekið eftir þessa dagana, og það er að með því að opna ekki Facebook opnast möguleikar á að eyða tímanum í þarfari hluti. Ég meina, ég last mér til um eplatré í tvo tíma í gær. Það er svo miklu gagnlegra en að rækta eplatré í sýndarveröld á netinu.



Engin ummæli: