Ég á eftir að sakna vikulegra skila á söguverkefnum, ekki sögubókarinnar hún flokkast undir námsbókamistök sem skrifast á reikning menntamálaráðuneytis. Að kenna sögu Íslands og umheimsins frá 1789 itl 2000og eitthvað á einni önn býður bara upp á yfirborðskennt klór í mannskynssöguna.
En prófið er búið og það var léttasta prófið á þessari önn enda var þetta skemmtilegasti áfanginn. Nú er beðið í ofvæni eftir einkunn úr stærðfræðiprófinu til að sjá hvort endurupptökuprófið er á dagskránni hjá mér seinna í mánuðinum. Á meðan ég bíð ætla ég að leggja mig úti í sólinni enda orðin frekar slæpt eftir að hafa sofið í fjóra tíma í nótt og 6 í fyrrinótt.
Í kvöld ætla ég svo að gera eitthvað skemmtilegt ef einhver annar eða aðrir skemmtilegir skyldu vilja eyða með mér kvöldstund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli