6. júní 2010

Hláturinn lengir lífið

Ég vakaði eiturhress í morgun og dreif mig út til að sá nokkrum fræjum. Að því loknu var ég orðin ansi framlág og stóð varla í lappirnar. Ég kenni einhverri umgangspest um lélegheitin og velgjuna og hvíli mig ansi þétt í þeirri von að þetta gangi yfir.
Í einni hvíldarlotunni settist ég niður og fór að lesa bloggsíður. Reyndar komst ég ekki yfir að lesa nema Jennýju Önnu því ég er enn að hlægja að kommentinu hans jóns eggerts við þessa færslu hennar. Svona fólk er alveg óborganlega fyndið en ég er ekki viss um að hann hafið ætlað sér það.
Þetta bjargar alveg deginum og svei mér þá ef ég get ekki farið að drífa mig út aftur.

Það er sko útidagur í dag en ekki sögulestur, veðrið var of gott í morgun til að hanga inni.


Engin ummæli: