13. júní 2010

Frá laugardegi til sunnudags

leið tíminn og ég kláraði ekki nema lítið brot af því sem ég ætlað að gera í dag. Leyfði mér bara að eiga bágt. Dagurinn eftir próf er yfirleitt tekinn í að láta aumt stoðkerfi jafna sig.
Ég náði mér samt í poppsalt, startaði sjónhring, sem á að virka svipað og leshringur nema við ætlum að taka bókina 1001 múvís jú must sí bífor jú dæ og horfa á allar myndirnar í henni. Tvær þær fyrstu verða teknar á einu kvöld þar sem þær eru bara 14 og 10 mínútur.
Það var æfingarkvöld í gær og ég og Sjúkraliðinn horfðum á Gentlemen prefer blondes sem er í þessari sömu bók, ég vissi það bara ekki fyrr en eftir áhorf þar sem ég var ekki komin með bókina í hendurnar. Við horfum bara á hana aftur þegar röðin kemur að henni skv. bókinni.
Skrapp svo í Laugarásvídeó til að skila og tók auðvitað aðra mynd úr því ég var komin þangað, það er einhver bíómyndaáhugi að blossa upp á bænum. Óvíst að það endist lengi.
Sjónhringurinn verður nú samt að veruleika, þrír eða fjóri félagar búnir að tilkynna þáttöku og ég held að ég ráði við tvö kvöld í mánuði í svona hobbý þó ég haldi áfram í skólanum í haust.
Annars fann ég spennandi nám í HÍ, ég stefni á það eftir áramót. Nema mér snúist hugur, það gerist stundum.

Engin ummæli: