15. júní 2010

Dagur 2

í nýju vinnunni og ég hjálpa klukkunni að ganga rétt með því að fylgjast með henni.
Ég réði mig í afleysingavinnu í sumar, hjá tölvufyrirtæki. Jæja allavega er það með hellings tölvurekstur, hýsingu, þjónustu og ýmiskonar tölvutengd vandamál. Nýr starfsmaður fær samt ekki tölvuaðgang á fyrsta vinnudegi. Á degi tvö fæst notendanafn og password á windows svo nýi starfsmaðurinn getur hangið á netinu. Þ.e. þegar hann hefur afnot af tölvunni sem hann á að vinna á. Ég er að verða pirruð og þá er best að hætta að tjá sig, maður segir nefnilega oft einhverja vitleysu í gremjukasti.
Ætli ég verið ekki bara að þegja allan daginn í vinnunni á morgun.

Engin ummæli: