Ætli i samviskulausu fólki líði ekki bara þokkalega vel. Það vaknar ábyggilega ekki með andfælum á morgnana með hnút í maganum yfir að vera ekki búið með allt sem þurfti að vera búið að gera fyrir þennan morgun.
Ég þarf að halda vel á spöðunum næstu daga. Mín eina huggun í þessari óreiðu allri sem ég er búin að skapa í kringum mig er að ég kemst létt frá fyrsta faginu í skólanum.
Í upplýsingatækninni er kennt að nota Word og Excel og ég held að ég þurfi ekki að eyða löngum tima í að læra á þau forrit.
Auðvitað tekur alltaf tíma að gera verkefnin, sérstaklega ef krafan er að fá ekki undir 9.
Ég er ekki með kröfur upp á 10 til 11 eins og Sjúkraliðinn gerir í sínum prófum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli