29. janúar 2010

Kirkjuferð

Lífið er hverfult og enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Fyrir ekki svo löngu síðan, reyndar bara örstuttu á mælikvarða þjóðar hafði bandarískur her aðsetur á Miðnesheiðinni. Vera hans hér skipti þjóðinni í þrjár fylkingar, með og á móti og svo voru nokkrar hræður sem gátu ekki af einverjum ástæðu tekið afstöðu í málinu.
Þessar tvær fylkingar sem tóku afstöðu rökræddu, rifust, slógust, ortu ljóð, sungu og ábyggilega sitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Sitt sýndist hverjum en eflaust hefur enginn séð það fyrir að herinn pakkaði bara saman einn daginn og yfirgæfi okkur.
Miðnesheiðin var örlítill hluti af Íslandi, hluti sem ekki tilheyrði þjóðinni sem byggir þetta land. Þetta frímerki var bandarískt í nokkra áratugi og þar lifði fólk herstöðvarlífi með öllu því sem því tilheyrir og ég, íbúa lands sem ekki hefur her nema þenna sem hann fékk að láni í 50 ár, hef litla sem enga innsýn í þann lífsmáta.
Ég veit þó að íbúar Vallarins höfðu kirkju, sjálfsagt predikaði þar herprestur og í dag ætla ég að sitja þar læra stærðfræði.

Lífið er stundum kómískt.

Engin ummæli: