13. janúar 2010

Faust

Við mæðginin skelltum okkur á prufusýningu á Faust í dag.
Ég gleymdi auðvitað að kynna mér hvaða leikarar yrðu á fjölunum í þessari sýningu og sat því þarna og velti vöngum yfir því hvaða fólk þetta væri sem var að hoppa um fjalir, snúrur og kaðla. Ég þekkti með vissu einn!
Leikara Íslands þekkti ég ekki einu sinni í sínu gerfi. Ég meina það, maðurinn hefur leikið í flest öllum bíómyndum sem hafa veri framleiddar á Íslandi undnfarin ár og ég þekkti hann ekki á sviðinu.
Hilmir Snær var svo sem ekki mjög líkur sjálfum sér þarna en mikið helv. tókst honum vel upp. Það er auðvitað ekki að ástæðulausu sem hann er í hverri myndinni á fætur annari.
Burtséð frá því hvort ég þekkti leikarana eða ekki var sýningin stórgóð.

Að öðru leyti hefur dagurinn farið í að gera sem minnst og samviskan nagar og nagar. Meira nagdýrið þessi samviska!
Ég er búin að komast að því að samviskan er margþætt því ég hef bæði góða samvisku og slæma eftir daginn. Dagurinn minn er ekki á enda fyrr en ég legg höfuðið á koddann svo þegar ég uppgötvaði rétt eftir miðnætti að ég hafði vegna net, töluleikja og leikhúsáhuga gleymt að fara út og hreyfa mig stökk ég út í rigninguna og gekk nokkurnveginn mína venjulegu leið.

Þessir æðarblikar voru þá ekki að spóka sig á Kópavoginum í rigningunni í kvöld heldur hitti ég þá þar í gær. Ég held að einn þeirra hafi verið að vonast eftir brauði.





Mörgum dögum seinna: Ég þekkti ekki NEINN leikara í sýningunni með vissu. Aldrei þessu vant hafði ég ekki rétt fyrir mér! Fúlt.

.

Engin ummæli: