labba og þrátt fyrir hálku og myrkur og stundum myrkur, rigningu og rok hefur mér tekist að halda mér við lámarkstíma sem er 20 mín. á dag en oftast verið í rúman hálftíma.
Það er best að hafa ekki miklar væntingar eða plön um Helgafells- eða Keilisgöngur á næstu vikum en það er allt í lagi að vonast eftir að ná eins til tveggja tíma göngur út í móa fljótlega.
Skólinn byrjaði um helgina og eins og ég átti von á slepp ég létt frá fyrsta faginu. Upplýsingatækni snýst þarna um ritvinnslu og töflureiknin og það eru ekki fög sem ég er að sjá í fyrsta skipti. Það er samt alltaf hægt að bæta við kunnáttuna og nú þyrfti ég að setja saman stundaskrá fyrir vinnu, nám og töluvleiki og fara eftir henni.
Það vantar alveg sjálfsaga og skipulagshæfileika í genin í mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli