Ég er að æfa mig í að skrifa 2010, fingurnir eru ekki alveg þjálfaðir á þessa stafi en það kemur.
Ég er búin að fara í 20-30 mínútna göngu á hverjum degi allt árið.
Ég er að hugsa um að segja þetta aftur og aftur og telja svo hvað ég get sagt þetta marga daga í röð. Ábyggilega ekki 365 en 30 væri gott.
Fyrirlesturinn sem ég ætlaði á í Sjóminjasafninu í kvöl var haldin þar án mín. Kaffiboðið hjá öðru vinnublóminu mínu, jamm þær voru tvær blómadrottningarna sitt hvoru megin við mig í vinnunni og ekki nema vona að ég ruglaðist stundum svo ég var farin að segja bara ,,þú þarna, blóma." En nú er ég komin langt út fyrir efnið sem átti að vera á þessa leið- kaffiboðið hjá fyrrverndi vinnufélaga mínum, blóminu sem er að kveðja skerið og ætlar að ná sér í nokkrar miljónir af olíuauði norðmanna, drógst á langinn því ég hafið svo gaman að hitta þessa fyrrverandi vinnufélaga sem mættu. Auðvitað töluðum við um vinnu enda tómir fagmenn á ferðinni.
Þett var gott kvöld, ég fer bara á næsta fyrirlestur hjá Vitafélaginu. Hann verður í febrúar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli