og ég er ekki ennþá farin að horfa á áramótaskaupið. Ég veit ekki hvernig þetta endar!
Það eru heilir fjórir dagar liðnir af árinu og ég hef á hverjum degi farið út að ganga í 20 til 40 mínútur. Nú verður spennandi að sjá hvort mér tekst að halda þessari ,,keðju" gangandi einhverja daga í viðbót.
Skólinn byrjar 15. jan. og ég hringdi í dag til að fá að fara í fullt nám. Náði mér í eina skólabók á bókasafnið og byrjaði á að rifja upp nokkur hugtök í stærðfræði. Ég minni mig á að flas er ekki til fagnaðar en flana samt áfram að óathuguðu máli.
Gallinn við að hugsa sig um og leggja málin niður fyrir sér er sá að þá þorir maður tæpilega út fyrir þægindarammann.
Hvernig ég ætla svo að lifa næstu mánuðina veit ég ekki en ég er búin að safna forða undanfarnar vikur svo ég á fullt af ónotðum götum á beltinu.
1 ummæli:
Ef svengdin fer að sverfa að og götin á beltinu búin þá ertu alltaf velkomin í mat hér af og til námsmaður :-) Og jafnvel áður en ástandið verður svo slæmt :-)
Skrifa ummæli