
Með rjúkandi súpuskálina á eldhúsborðinu, enn í náttfötunum og á leið að sinna mikilvægum málum um leið og ég væri búin að borða tók ég upp símann minn til að laga í honum stillingarnar. Í staðinn fyrir að borða, vinna og fara í ræktina rauk ég í útigallan, heimtaði bílinn úr láni, greip það sem hendi var næst í ískápnum, hellti gúllassúpunni í könnu og rauk út. Mér höfðu nefnilega borist skilaboð í símann um að nú ætti að fara í fyrirvaralausa jeppaferð að Hvalvatni og ég átti að vera mætt 10 mínútum seinna við bensínstöðina við Vesturl
andsveg.Ég náði ferðafélögunum við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þeir biðu og síð
an ókum við inn í draumaveröld ljósmyndaranna.Þrír forfallnir ljósmyndarar í 6 manna hóp þýðir bara eitt. Við náðum ekki heim í björtu.

Ég ef afskaplega ánægð með að hafa gegn betri vitund farið frá öllu sem ég ætlaði að gera eftir hádegið.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli